Flokkaskipt greinasafn: FRÉTTIR

Færslur settar í þennan flokk birtast undir liðnum fréttir.

litlarofan02.jpg

Nýjar rófur á leiðinni

Nú fer að styttast í að nýjar rófur komi á markaðinn. Þessi ungi afastrákur Aron Eðvarð Björnsson kíkti í garðinn og fann þessa stóru rófu og þetta fína brokkolí.

Sumarið hefur verið einstaklega þurrt og það hefur hamlað nokkuð sprettu nema hjá þeim sem hafa getað vökvað. Á móti kemur að mjög sólríkt hefur verið og hlýtt.
Rófubændur eru nú að gera sig klára fyrir upptöku á því allra fyrsta.


umhverfisvika

Umhverfisvika í Fjölbraut Ármúla

Þriðjudaginn 27. mars mætti ritari Félags gulrófnabænda á umhverfisviku í Fjölbrautarskólanum í Ármúla. Boðið var upp á íslenskt grænmeti og þar á meðal var gestum og gangandi boðið að smakka rófur sem eins og allir vita eru frábært snakk, fullar af A og C vítamíni og fitusnauðar. Einnig var áréttað að þær eru góðar bæði stappaðar, steiktar, soðnar og hráar.

Með umhverfisvikunni vildi skólinn leggja áherslu á íslenska framleiðslu með tilliti til hollustu, hreinleika og síðast en ekki síst gjaldeyrissparnað. Einnig vekja athygli á orkueyðslu og útblástursmengun við flutning milli landa.

Á myndinni eru nemendur og kennari á umhverfisbraut að gefa smakk við grænmetisborðið.


litlarofan01.jpg

Sprengidagur

Sprengidagur er næstkomandi þriðjudag 21. febrúar. Þá er það gömul íslensk hefð að borða saltkjöt og baunir eins og hver getur í sig látið. Þá er það einnig ómissandi hefð að með þessu öllu er að sjálfsögðu rófur, ýmist soðnar sér eða settar út í baunasúpuna. Í vikunni fyrir sprengidag er langmesta sala á rófum á Íslandi og er því handagangur í öskjunni hjá bændum og allir kallaðir til hjálpar sem vettlingi geta valdið, eins og þessar mæðgur sem ekki létu sitt eftir liggja til að hjálpa pabba og afa núna í vikunni.


stelpur

Bolir

Félag gulrófnabænda lét prenta þessa fallegu boli sem nú eru til sölu. Á bolnum stendur; Ertu rófulaus við björgum því. Þeir sem vilja eignast svona boli vinsamlegast hafi samband við Hjört í síma 861 5050.


Aðalfundur

Aðalfundur félagsins var haldinn að Smáratúni laugardaginn 7. desember. Eftirtaldir voru kosnir í stjórn: Hrafnkell Karlsson formaður, Guðni Einarsson gjaldkeri, Hjörtur Benediktsson ritari , Tómas Pálsson og Einar Magnússon. Í varastjórn: Hannes Jóhannsson, Guðmundur Sæmundsson, Grétar Einarsson, Jón Ögmundsson og Bjarki Guðnason. Endurskoðandi reikninga Jón Ögmundsson og til vara Bjarki Guðnason.

Hrafnkell Karlsson formaður félagsins og kona hans Sigríður Gestsdóttir
Hrafnkell Karlsson formaður félagsins og kona hans Sigríður Gestsdóttir
Hér er ný stjórn Félags gulrófnabænda
Hér er ný stjórn Félags gulrófnabænda; Einar Magnússon Norður Hvoli, Guðni Einarsson Þórisholti gjaldkeri, Bjarki Guðnason Maríubakka varamaður Tómasar á Litlu Heiði, Hjörtur Benediktsson Hveragerði ritari og Hrafnkell Karlsson Hrauni formaður