RÓFUSALAT KRÚSKU

Valentína Björnsdóttir
RÓFUSALAT KRÚSKU

Valentína rekur veitingastaðinn KRÚSKU við Suðurlandsbraut og einnig fyrirtækið Móðir náttúra.

  • 2 meðalstórar rófur
  • 3 appelsínur
  • ¼ rauður chili-pipar
  • 2 lífrænar límónur
  • 1 pakki ferskt dill
  1. Rófurnar rifnar niður í fína strimla og chili-piparinn saxaður mjög smátt.
  2. Börkurinn skorinn af appelsínunum og þær skornar niður í lauf.
  3. Ysta lagið af límónuberkinum rifið mjög fínt og safinn kreistur úr.
  4. Dillið saxað af grófustu stönglunum. Að lokum er öllu blandað saman.