Eftirfarandi er úrdráttur úr frétt sem er tekin af Mbl.is smartlandi Mörtu Maríu.
Það er ekki bara með djús-kúrum sem við getum stuðlað að náttúrulegri hreinsun líkamans af ýmsum eiturefnum.
Með því að gæta þess að hafa ýmiss matvæli reglulega í mataræðinu vinnum við að því að styrkja m.a. lifrina, nýrun og önnur líffæri, sem daglega vinna að eðlilegri hreinsunarstarfsemi líkamans. Á sprengidag er ekki slæmt að vita til þess að t.d. að bæði rófur og linsubaunir geta reynst vel við hreinsunarstarfið þar samkvæmt heilsusíðunni SHAPE:
Rófur eru eitt af grænmetinu sem er ríkt af andoxunarefnum. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að neysla á rófum getur unnið gegn myndun krabbameins auk þess sem þær geta einnig dregið úr hvers kyns bólgum. Þetta er ekki amalegt að hafa í huga nú þegar rófustappan kemur sterk inn á sprengidaginn.