Sigurveig Káradóttir matgæðingur,kokkur ,bloggari og höfundur bókarinnar Súpur allt árið sem kom út í síðustu viku var í viðtali í Fréttablaðinu 20. október og gaf lesendum þessa uppskrift sem hér fylgir. Hún gaf okkur leyfi til að birta hana hér á síðunni. Sigurveig segist nota oft rófur enda ódýrt og hollt hráefni.
Rófusúpa með beikoni
Skerið rófurnar í bita, veltið upp úr ólífuolíu og stráið yfir þær örlitlu sjávarsalti.
Bakið í ofni við 180-190 gráður í 45-60 mínútur, eða þar til þær eru farnar að taka
lit og orðnar vel mjúkar.
Pancettan/beikonið er skorið í litla bita og steikt í potti þar til það er orðið stökkt.
Takið það úr pottinum og setjið smátt saxaðan laukinn í pottinn. Leyfið honum
að malla á lágum hita í beikonfitunni í 6-7 mínútur, þar til hann er orðinn glær.
Bætið hvítvíninu í og leyfið að gufa aðeins upp áður en soðið fer út í. Setjið loks
rófurnar út í ásamt lárviðarlaufi og svörtum pipar. Látið malla í um 10 mínútur og
maukið síðan súpuna.
Kúmínfræin eru ristuð vel á þurri pönnu en gætið þess að þau brenni ekki. Þau
má síðan mala í mortéli eða hafa heil í súpunni. Hellið súpunni aftur í pottinn,
kryddið með tumerik, cayenne-pipar, og kúmínfræjunum. Saltið og piprið ef þurfa
þykir. Bætið rjómanum saman við og látið súpuna hitna að suðu. Berið fram með
stökku beikoninu og nokkrum kúmínfræjum ofan á.
Fyrir 3-4
900 g rofur – um 3 stk medalstorar rofur
100 g pancetta/beikon
4-5 msk olifuolia
150 g laukur
1 l kjuklingasod/granmetissod
1 tsk kuminfra
40-50 ml hvitvin
. turmerik
. tsk cayenne-pipar
. tsk hvitur maladur pipar
1-2 tsk sjavarsalt
. tsk svartur pipar
120 ml rjomi
stokkt beikon ef vill
1 larvidarlauf
Þessi súpa er tilvalin jafnt í hádegisverð eða kvöldverð með góðu brauði og hún er
ekki verri köld. Ef þið viljið, má sleppa beikoninu en þá er gott að bæta við aðeins meira kryddi.