litlarofan01.jpg

Sprengidagur

Sprengidagur er næstkomandi þriðjudag 21. febrúar. Þá er það gömul íslensk hefð að borða saltkjöt og baunir eins og hver getur í sig látið. Þá er það einnig ómissandi hefð að með þessu öllu er að sjálfsögðu rófur, ýmist soðnar sér eða settar út í baunasúpuna. Í vikunni fyrir sprengidag er langmesta sala á rófum á Íslandi og er því handagangur í öskjunni hjá bændum og allir kallaðir til hjálpar sem vettlingi geta valdið, eins og þessar mæðgur sem ekki létu sitt eftir liggja til að hjálpa pabba og afa núna í vikunni.