Heimild: Magnús Jóhannsson (1985): Gulrófur með öllum mat. Útgefið af Félagi gulrófnabænda.
- ½ kg gulrófa
- 1 knippi radísur
- 1 knippi graslaukur
- 150 gr ostur
- Sósa:
- 3 msk olía
- 1 msk edik
- Salt
- Pipar
- e.t.v. hvítlaukur
- Grófrífið gulrófurnar, skerið radísurnar í skífur, klippið graslaukinn smátt, og skerið ostinn í litla bita.
- Leggið allt í lögum í salatskál og hellið sósunni yfir, eftir að hafa blandað henni vel.
- Bragðast vel með steiktu kjöti og fiski.