271050677_2712816742357933_5999620019799664085_n

Upprunamerkingar

Open photo

Nú eru allmargir rófubændur byrjaðir að plasta og upprunamerkja rófur sínar.  Þetta er gert til að neytendur geti betur áttað sig á hvaðan rófurnar eru,  einnig til að auka geymsluþol þeirra í verslunum.   Það er von bænda að þetta falli neytendum vel í geð og auki sölu, en nú fer í hönd mikil rófuneysla , bæði á Þorláksmessu með skötunni og svo á þorranum en á þessum tíma eru rófur ómissandi.