Nú líður að þorra. Þá eru rófur í aðalhlutverki með hinum góða þorramat. Stöðug þróun er í framsetningu á rófum í búðum. Nú er hægt að fá þær hráar vakúmpakkaðar, forsoðnar vakúmpakkaðar og svo tilbúna rófustöppu. Rófur eru ómissandi á matarborðið nú sem endranær, fullar af vítamínum enda oft kallaðar sítrónur norðursins.