Risarófa

Rófur gefnar í leikskóla

Á dögunum gaf Félag gulrófnabænda öllum leikskólum í Reykjavík sem það vildu. 10 kg af gulrófum. Markmiðið með þessu var að kynna þessa góðu íslensku afurð fyrir neytendum framtíðarinnar og auka neysluna á henni. Rófan á í harðri samkeppni við aðrar afurðir eins og t.d. innfluttar sætar kartöflur. Rófan er frábært snakk full af A og C vítamíni, fitusnauð og kolvetnarík. Hún er einkar hentug fyrir þá sem vilja grennast, svo má ekki gleyma því að hún styrkir tennur.

Félag gulrófnabænda  er núna að vinna við útgáfu á uppskriftabæklingi sem mun liggja frammi í helstu búðum nú á vordögum, þar sem helstu kokkar landsins gefa okkur dæmi um uppskriftir, einnig er meiningin að dreifa honum til flestra matreiðslumanna landsins.  Útvarspsauglýsingar eru að fara í gang núna kringum bónda- og konudag þar sem karlmenn eru hvattir til að; rófa konuna á konudaginn og konur að rófa bóndann á bóndadaginn.