Flokkaskipt greinasafn: FRÉTTIR

Færslur settar í þennan flokk birtast undir liðnum fréttir.

Rófur-grennandi góðmeti

Rófurnar

Aðalfundur Félags gulrófnabænda var haldinn 29. nóvember síðastliðinn.  Stjórnin var endurkjörin.  Fram kom í skýrslu formanns að blautur og sólarlaus júlí sunnanlands setti strik í reikninginn, þannig að uppskera var ekki eins og útlit var fyrir í vor.  Nokkur órói hefur fylgt nýjum  aðilum sem komið hafa inn á markaðinn í haust og hefur verðið verið af þeim sökum í lægri kantinum.  Hrafnkell Karlsson var kosinn formaður Hollvinafélags Íslensku gulrófunnar, sem hefur það að markmiði að efla og kynbæta gömlu íslensku gulrófustofnana. Farið verður í auglýsingaátak eftir áramótin og verður það kynnt þegar að því kemur.


stjorn2014

Félag Gulrófnabænda 30 ára

Aðalfundur Félags gulrófnabænda var haldinn 30. nóvember sl. Í sumar voru liðin 30 ár frá stofnun félagsins.
Félagafjöldi var á fyrsta áratug félagsins rúmlega 60 manns og endurspeglaði þann fjölda sem ræktaði rófur á þeim tíma. Nú er félagafjöldinn rúmlega 20 manns enda hafa búin stækkað og þeim fækkað.
Félagið hefur staðið að mörgum framfaraskrefum í greininni. Mörgum tilraunaverkefnum hefur verið unnið að heima hjá bændunum sjálfum í samstarfi við marga af fremstu vísindamönnum á okkar sviði s.s. Sigurgeir Ólafsson, Magnús Ágústsson, Guðmund Halldórsson, Jónatan Hermannsson og Halldór Sverrisson, sem skilað hafa verulegri þekkingu til félagsmanna. Kálflugan var oftast verkefnið og síðan yrkis samanburðartilraunir og geymsluskemmdir og í ár voru tilraunir með mismunandi varnarefni gegn illgresi gerðar á tveimur búum.
Kynnisferðir til rófnabænda í nágrannalöndunum hafa verið árangursríkar,en félagið hefur fjármagnað þær að hluta og undirbúið og hlotið til þess styrki úr Aðlögunarsjóði garðyrkjunnar.
Útboð á rekstrarvörum til félagsmanna hefur öðru hverju verið haldið með góðum árangri.

Síðast en ekki síst hefur hlutverk félagsins verið að sinna verðlags-, kynningar og markaðsmálum greinarinnar. Í því sambandi má nefna að á síðasta ári var sett í loftið heimasíðan www.rofa.is þar sem finna má uppskriftir, fréttir, myndir og annan fróðleik.
Hrafnkell Karlsson á Hrauni gekk úr stjórn en hann hefur verið formaður félagsins lengst af og var einn af stofnfélögunum. Honum voru þökkuð vel unnin störf og hann gerður að fyrsta heiðursfélaga félagsins.

Ný stjórn var kosin en í henni eiga sæti: Guðni Einarsson Þórisholti, Einar Magnússon Norður-Hvoli, Sturla Þormóðsson Fljótshólum, Bjarki Guðnason Maríubakka og Hjörtur Benediktsson Hveragerði. Stjórnin mun síðan skipta með sér verkum.


Leikskólamynd minni

Gjafir til leikskólanna

Á dögunum afhenti Félag gulrófnabænda leikskólum Reykjavíkurborgar að gjöf 10 kg af gulrófum á hvern skóla.  Markmiðið með þessu átaki var að kynna neytendum framtíðarinnar hollustu rófunnar.

Rófurnar eru grennandi góðmeti sem má nota á margvíslegan hátt og eru góðar, stappaðar, steiktar, hráar og soðnar. Síðast enn ekki síst eru þær frábært snakk sem er bæði fitusnautt, sykursnautt og fullt af vítamínum.

Á meðfylgjandi mynd er ungur drengur úr Leikskólanum Ösp að ná í sinn poka hjá fulltrúa Félags gulrófnabænda. Myndina tók Nichole Leigh Mosty leikskólastjóri.


Andarófur

Andarófur

Eftirfarandi uppskrift var tekin af bloggsíðu Sigurveigar Káradóttur matgæðings

Á sama hátt og mörgum finnst pizzugerð ómissandi á föstudögum,
þykir mér góð steik frekar frábær byrjun á helginni.
Tekur líka stuttan tíma og klikkar sjaldan.
Allavega ef kjötið er vel valið. Þessi Red Roy steik úr Kjöthöllinni var alveg tilbúin á pönnuna og sveik sko ekki. Það er ekki verra að kaupa kjöt nokkrum dögum fyrr og leyfa því að meyrna áður en það á að fara á pönnuna. Þessi steik þoldi það hins vegar alveg að vera bara kippt með heim á föstudegi.

Hvað er svo með steikinni er misjafnt eftir því hvað er til og hvað ég er í stuði fyrir.

Að þessu sinni voru það rófur, sem mér þykja afskaplega vanmetnar. Ég er alveg rófusjúk og nota þær í alls kyns rétt. Skipti þeim oft út fyrir sætar kartöflur í uppskriftum, enda eru þær oft ferskari og fallegri að sjá en sætu kartöflurnar sem hafa oft ferðast töluvert þegar þær koma í verslanir.

Það eina sem ég gerði við þær var að skera þær í litla teninga, setja í ofnkúffu með andafitu og sjávarsalti og hræra í þeim við og við.
Þetta voru 2 meðalstórar rófur, 2 matskeiðar af andafitu og eitthvað af sjávarsalti. Hafði þær á háum hita – 200-220 gráðum og þær tóku svona 20-30 mínútur minnir mig. Andafitan þolir mjög vel hita og er því tilvalin í steikingu á háaum hita. Hana fékk í krukku úti í Melabúð. Á oft krukku af henni inni í ísskáp, enda geymist hún vel og er nauðsynleg í marga góða rétti.

Sósan var algjört dúndur.

Fann tæpa hálfa rauðvínsflösku inni í skáp sem ég setti í pott og sauð niður. Þegar um það bil einn þriðji var eftir af rauðvíninu slökkti ég undir pottinum. Þetta hafa verið svona 300 ml sem urðu að 100 ml við suðuna.

Sveppina steikti ég á mjög heitri pönnunni úr dálitlu af ósöltu smjöri.
Tók þá svo til hliðar og hélt þeim heitum.

Því næst var steikin þerruð og krydduð með sjávarsalti, hvítum pipar og svörtum pipar. Hún fór síðan á vel heita pönnuna með smávegis af ósöltu smjöri.

Tók hana því næst af pönnunni og lét hana hvíla sig á meðan sósan varð til.

Á sömu pönnu og bæði sveppirnir og kjötið var steikt (athugið að þvo ekki pönnuna þarna á milli), fór svo rauðvínið sem ég hafði soðið.
Þar gufaði það næstum upp en náði á leið sinni að skrapa upp öll góðu bragðefnin af botninum á pönnunni. Notaði líka gaffal til að skrapa þetta allt upp enda liggur allt góða bragðið á botni pönnunar og það er algjör synd að nota það ekki grunninn á góðri sósu.

Útí pönnuna slettist líka ögn af balsamediki – svona matskeið. Því næst fór væn sletta af rjóma útí þetta. Svona 150-200 ml. Þá var komið að sykrinum.

Hann mældi ég ekkert sérstaklega. Gæti hafa verið svona 50 grömm. Kannski aðeins meira. Við það þykknaði sósan og karmellaðist vel.
Varð þykk, dökk og gljáandi. Og algjört dúndur.

Verði ykkur að góðu:)


Rófur í MBL

Rófur hreinsa líkamann

Eftirfarandi er úrdráttur úr frétt sem er tekin af Mbl.is  smartlandi Mörtu Maríu.

Það er ekki bara með djús-kúrum sem við getum stuðlað að náttúrulegri hreinsun líkamans af ýmsum eiturefnum.

Með því að gæta þess að hafa ýmiss  matvæli reglulega í mataræðinu vinnum við að því að styrkja m.a.  lifrina, nýrun og önnur líffæri, sem daglega vinna að eðlilegri hreinsunarstarfsemi líkamans. Á sprengidag er ekki slæmt að vita til þess að t.d. að bæði rófur og linsubaunir geta reynst vel við hreinsunarstarfið þar samkvæmt heilsusíðunni SHAPE:

Rófur eru  eitt af  grænmetinu sem er ríkt af andoxunarefnum. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að neysla á rófum getur unnið gegn myndun krabbameins auk þess sem þær geta einnig dregið úr hvers kyns bólgum. Þetta er ekki amalegt að hafa í huga nú þegar rófustappan kemur sterk inn á sprengidaginn.


rofufranskar

Rófur sem franskar

Eftirfarandi uppskrift var tekin af Heilshugar.com

Kjúklingur og franskar
Kvöldmaturinn hjá mér og stelpunum, ljúffengur grillaður kjúklingur og rófufranskar, rófa skorin í strimla og settar í poka með smá season all eða öðru kryddi og 1-2 msk olíu og blandað saman, það síðan sett á plötu með smjörpappír og bakað í ofni í ca 20 mín eða þar til aðeins farnar að sýna lit…
Sósan er gerð úr slatta af sýrðum rjóma og slettu af tómatsósu…

Einnig er hægt að gera franskarnar úr t.d. sætri kartöflu, en það er svo frábært með rófurnar að þær eru bæði ódýrar og hægt að borða mikið magn af þeim án þess að fá nokkuð samviskubit, enda mjög hitaeiningasnauðar..


SupurRofusupa

Rófusúpa með beikoni

Sigurveig Káradóttir matgæðingur,kokkur ,bloggari og höfundur bókarinnar Súpur allt árið sem kom út í síðustu viku var í viðtali í Fréttablaðinu 20. október og gaf lesendum þessa uppskrift sem hér fylgir.  Hún gaf okkur leyfi til að birta hana hér á síðunni.   Sigurveig segist nota oft rófur enda ódýrt og hollt hráefni.

Rófusúpa með beikoni

 

Skerið rófurnar í bita, veltið upp úr ólífuolíu og stráið yfir þær örlitlu sjávarsalti.

Bakið í ofni við 180-190 gráður í 45-60 mínútur, eða þar til þær eru farnar að taka

lit og orðnar vel mjúkar.

Pancettan/beikonið er skorið í litla bita og steikt í potti þar til það er orðið stökkt.

Takið það úr pottinum og setjið smátt saxaðan laukinn í pottinn. Leyfið honum

að malla á lágum hita í beikonfitunni í 6-7 mínútur, þar til hann er orðinn glær.

Bætið hvítvíninu í og leyfið að gufa aðeins upp áður en soðið fer út í. Setjið loks

rófurnar út í ásamt lárviðarlaufi og svörtum pipar. Látið malla í um 10 mínútur og

maukið síðan súpuna.

Kúmínfræin eru ristuð vel á þurri pönnu en gætið þess að þau brenni ekki. Þau

má síðan mala í mortéli eða hafa heil í súpunni. Hellið súpunni aftur í pottinn,

kryddið með tumerik, cayenne-pipar, og kúmínfræjunum. Saltið og piprið ef þurfa

þykir. Bætið rjómanum saman við og látið súpuna hitna að suðu. Berið fram með

stökku beikoninu og nokkrum kúmínfræjum ofan á.

Fyrir 3-4

900 g rofur – um 3 stk medalstorar rofur

100 g pancetta/beikon

4-5 msk olifuolia

150 g laukur

1 l kjuklingasod/granmetissod

1 tsk kuminfra

40-50 ml hvitvin

. turmerik

. tsk cayenne-pipar

. tsk hvitur maladur pipar

1-2 tsk sjavarsalt

. tsk svartur pipar

120 ml rjomi

stokkt beikon ef vill

1 larvidarlauf

Þessi súpa er tilvalin jafnt í hádegisverð eða kvöldverð með góðu brauði og hún er

ekki verri köld. Ef þið viljið, má sleppa beikoninu en þá er gott að bæta við aðeins meira kryddi.

 


fylltarrofur

Fylltar rófur

Í blaðinu Selfoss Suðurland 14. tölublað sem kom út 1. nóvember birtist eftirfarandi grein eftir Kristjönu Sigmundsdóttur sem er áhugamanneskja um, meiri rófunotkun í matargerð. Hún gaf okkur leyfi til að birta greinina með mynd og þökkum við henni kærlega fyrir. En við gefum Kristjönu orðið.

Rófur eru oft vanmetnar í matargerð en þær eru hollar, ódýrar og góðar. Mér datt í hug í gær að setja fyllingu í rófur og úr varð verulega góður matur.
Þetta er líka skemmtilegur matur og tilvalið að leyfa börnum að taka þátt í matreiðslunni.
Ég var með tvær meðalstórar rófur og sauð þær heilar í saltvatni . Rófur þurfa langa suðu og trúlega voru þær klukkutíma í pottinum – gott er að stinga t.d. grillpinna í þær til að vita hvort þær eru soðnar í gegn. Látið þær svo kólna.
Skerið ofan af rófunum og takið með skeið aldinkjötið innan úr þeim.
Fyllingin sem ég gerði.
Aldinkjötið úr rófunum
1 laukur
400 gr. nautahakk
2, 5 tsk karrý
Steinselja
1 dl. Jógúrt eða AB mjólk
Salt og pipar
Rifinn ostur.
Sneiðið laukinn smátt og látið hann mýkjast á pönnu í smá olíu með brytjuðu aldinkjötinu úr rófunni. Tekið til hliðar og hakkið síðan brúnað með karríinu, setjið grænmetið út í og AB mjólkina. Soðið smá stund saman og smakkað til með salti og pipar.
Rófurnar settar í eldfast mót og fyllingin sett í þær og osturinn yfir.
Bakað í ca. 200° heitum ofni í 15 – 20 mínútur.
Skreytt með steinselju og borið fram með góðu salati.
Auðvitað má búa til margar útgáfur af fyllingu og krydda hakkið eins og börnum finnst best ef börn eru á heimilinu.