Nú á dögunum var ný heimasíða uppfærð fyrir Félag gulrófnabænda. Jafnhliða þessu verkefni lét félagið gera vandaða uppskriftabæklinga sem dreift var í búðum. Þar gefa 7 matgæðingar uppskriftir af nýjum rófuréttum. Hér á heimasíðunni má sjá allar þessar uppskriftir. Með þessu framtaki vill félagið kynna rófuna á nýjan hátt og efla þannig neyslu hennar, en rófan er eitt það fyrsta grænmeti sem ræktað var á Íslandi. Á síðunni eru einnig tenglar á ýmsar heimasíður sem tengjast rófunni á einn eða annan hátt. Félagið vill þakka öllum þeim sem komu að þessu verkefni fyrir frábærlega vel unnin störf. Myndina sem fylgir þessari frétt tók Birna á Norður- Hvoli, en oft má finna ýmsar spaugilegar rófur í görðum á haustin. Þessar tvær hafa kunnað einstaklega vel við að liggja hlið við hlið og hreinlega sameinast.