Heimild: Magnús Jóhannsson (1985): Gulrófur með öllum mat. Útgefið af Félagi gulrófnabænda.
- ¾ gulrófa
- 2 dl vatn
- 1 tsk salt
- Sósa:
- ½ dós sýrður rjómi
- 4 msk olíusósa (majones)
- 1 knippi klipptur graslaukur
- 2 stk smátt brytjuð sýrð smágurka
- Safi úr hálfri sítrónu
- Sjóðið gulrófusneiðarnar þangað til þær eru farnar að meyrna, skerið þær þá í teninga.
- Blandið saman sósu og gulrófunum.
- Klippið dálítið af graslauknum til skrauts.
- Gott að hafa með söltuðum og reyktum mat.