MINESTRONESÚPA

Magnús Jóhannsson

Heimild: Magnús Jóhannsson (1985): Gulrófur með öllum mat. Útgefið af Félagi gulrófnabænda.

  • 1 líter vatn
  • 1 teningur kjötkraftur
  • 400 gr gulrófa
  • 1 gulrót
  • 1 stór laukur
  • 2 kartöflur
  • 50 gr spaghetti
  • 150 gr reykt skinka
  • 100 gr rifinn ostur
  • 2 msk tómatkraftur
  • 1 hvítlaukslauf
  • Um ½ tesk basilikum
  • Steinselja
  1. Skerið gulrófu, gulrót og kartöflur í teninga.
  2. Skerið laukinn í bita og brjótið spaghettíið í bita á lengd við eldspýtur.
  3. Látið suðuna koma upp á vatninu og látið kjötkraftsteninginn leysast upp þar í.
  4. Setjið grænmetið og spaghettíið út í. Látið sjóða við vægan hita í um 5 mín.
  5. Skerið skinkuna í smá strimla og rífið ostinn. Setjið þetta út í súpuna.
  6. Kryddið eftir smekk.
  7. Látið sjóða upp þannig að osturinn bráðni.
  8. Stráið saxaðri steinselju yfir áður en súpan er borin fram.
  9. Súpuna má nota sem aðalrétt með brauði og smjöri.