RÓFUR OG ANANAS

Helga Mogensen
Rófumeðlæti

Rófur eru hreint frábærar í matargerð, bakaðar, soðnar, hráar og svona mætti lengi telja.

Upphefjum rófurnar! Hér kemur ein uppskrift sem er sívinsæl og er meðlæti fyrir sex.

  • 50 ml olía
  • 1-2 laukar, smátt saxaðir
  • 2 rófur, u.þ.b. 500 g, skrældar og skornar í fingurbreiða bita
  • 150 g ananas, kaupi niðurskorinn
  • 1 msk. hunang, agave eða það sætuefni sem passar þér og til er í skápnum
  • 4 msk. tómatsósa, íslenska sósan
  • 200 ml pastasósa, íslenska sósan
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 200 ml appelsínusafi
  • 2 tsk. gróft salt
  • 1 tsk. svartur pipar
  • 1 msk. lífræn sojasósa
  • 1 smátt saxaður hvítlauksgeiri
  • 2 msk. engifersafi
  • 1 pakki basilíka
  1. Hita skal olíuna, steikja lauk og hvítlauk létt, bæta rófum saman við og halda áfram að steikja.
  2. Setja krydd, sósur og safa út í, lækka undir og láta malla í 30 mín.
  3. Að lokum er ananasnum bætt við og skreytt með basilíkulaufum.