Í dag er bóndadagur og er skilgreindur hér að neðan. Félag gulrófnabænda vill vekja athygli á að rófan er ómissandi með þorramatnum sem og öðrum mat og er rófustappan sérlega vinsæl, Hér að neðan er einföld uppskrift að henni.
Það eru fleiri enn mannfólkið sem er hrifið af rófunni eins og þessi brúni hestur.
Fyrsti dagur Þorra er nefndur bóndadagur en sá síðasti þorraþræll. Um fyrsta dag Þorra segir í bréfi Jóns Halldórssonar í Hítardal (f. 1665) til Árna Magnússonar frá árinu 1728, að sú hefð sé meðal almennings að húsmóðirin færi út kvöldið áður og bjóði þorrann velkomin, og inn í bæ, eins og um tignann gest væri að ræða.
Eins segir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar að bóndi skyldi bjóða þorra velkomin með eftirfarandi hætti:
… með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir aða fara ofan og á skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra skálmina og láta hina lafa og draga hana á eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkomin í garð eða til húsa. Síðan áttu þeir að halda öðrum bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag; þetta er „að fagna þorra“.
Rófustappa
600 gr gulrófur
2 msk smjör
smávegis mjólk eða rjómi
1 tsk sykur
1 tsk salt
pipar, ef vill.
Gulrófurnar soðnar í léttsöltuðu vatni þar til þær eru meyrar. Þá er vatninu hellt af og þær látnar bíða í 1-2 mínútur í pottinum þar mest af vökvanum gufi upp.
Smjörinu bætt í pottinn og rófurnar stappað vel með kartöflustappara.
Þynnt með smávegis af mjólk eða rjóma ef vill.
Kryddað að lokum með sykri og salti (pipar