Í Mogga sunnudagsins birtist frábær auglýsing frá Sölufélagi garðyrkjumanna. Þar segir að borða meigi rófurnar ferskar, skornar þversum eða langsum, rifnar í salat eða soðnar og stappaðar í smjöri, grillaðar í sneiðum eða skornar í kolvetnaskertar franskar með borgaranum. Það er svo létt að breyta íslenskri rófu í eitthvað alveg nýtt og ferskt.
Verði ykkur að góðu.