Nú fer að styttast í sprengidaginn sem er þriðjudaginn 9. febrúar. Löng hefð er fyrir því á Íslandi að borða saltkjöt með öllu tilheyrandi. Þar er íslenska gulrófan í stóru hlutverki.
Dagarnir fyrir sprengidag eru lang söluhæstu dagar hjá okkur rófubændum og allir keppast við að þvo og pakka. Hér er Einar bóndi á Norður Hvoli í Mýrdal að þvo og pakka og Birna hefur stokkið af stólnum til að smella af honum mynd. Hér á heimasíðunni má finna uppskriftir af ýmsum réttum sem innihalda rófur.