Þriðjudaginn 27. mars mætti ritari Félags gulrófnabænda á umhverfisviku í Fjölbrautarskólanum í Ármúla. Boðið var upp á íslenskt grænmeti og þar á meðal var gestum og gangandi boðið að smakka rófur sem eins og allir vita eru frábært snakk, fullar af A og C vítamíni og fitusnauðar. Einnig var áréttað að þær eru góðar bæði stappaðar, steiktar, soðnar og hráar.
Með umhverfisvikunni vildi skólinn leggja áherslu á íslenska framleiðslu með tilliti til hollustu, hreinleika og síðast en ekki síst gjaldeyrissparnað. Einnig vekja athygli á orkueyðslu og útblástursmengun við flutning milli landa.
Á myndinni eru nemendur og kennari á umhverfisbraut að gefa smakk við grænmetisborðið.