LÖG FÉLAGS GULRÓFNABÆNDA

Stofnað 7. ágúst 1983

1.gr.

Félagið heitir Félag gulrófnabænda, skammstafað F.G.B.

Heimili þess og varnarþing er heimili formanns hverju sinni.

2. gr.

Aðild að félaginu geta þeir einir fengið, sem rækta gulrófur til sölu og eru meðlimir í búnaðarfélagi.

 Aðalfundur getur þó veitt undanþágu frá þessu skilyrði.

3. gr.

Tilgangur og markmið félagsins er að vinna að hagsmunamálum rófnabænda m.a. með því:

  1.  Að beita sér fyrir aukinni fræðslu um ræktun og meðferð á gulrófum.
  2. Að auka vöruvöndun félagsmanna.
  3. Að gæta hagsmuna félagsmanna varðandi verðlagningu og sölu gulrófna, þannig að sanngjarnt verð fáist hverju sinni.
  4. Að beita sér fyrir umbótum í sölu og markaðsmálum.
  5. Að vinna að því að gulrófnaræktin verð traustari og arðvænlegri búgein.
  6. Að auka tengsl framleiðanda og neytenda þannig að framleiðslan sé löðuð að þörfum markaðarins hverju sinni.
  7. Að beita sér fyrir kynningu á næringargildi og hollustu gulrófna með það að markmiði að auka neyslu þeirra.
  8. Að beita sér fyrir því að tilraunir og rannsóknir á sviði ræktunar, geymslu og fræræktunar gulrófna verði þáttur í starfi R.A.L.A.

4. gr.

Aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins og markar þá stefu sem stjórn félagsins ber að vinna eftir milli funda.

Aðalfund skal halda eigi síðar en fyrir lok ágústmánaðar ár hvert. Stjórn félagsins boðar til aðalfundar bréflega með dagskrá og minnst viku fyrirvara.

Aðalfundur er lögmætur ef minnst 10 menn mæta og ef löglega er til hans boðað.

Á aðalfundi skal stjórn leggja fram skýrslu sína, endurskoðaða reikninga og fjárhagsáætlun yfirstandandi árs. Stjórn félagsins skipa 5 menn og jafn margir til vara.

Kjörtímabil stjórnar er 1 ár.

Á aðalfund skal kjósa stjórn félagisins, varastjórn, endurskoðanda og varamann hans. Stjórnin skiptir með sér verkum.  Æskilegt er að stjórnarmenn séu dreifðir um félagssvæðið.

Aukafundi skal halda ef 10 félagsmenn eða fleirri óska þess eða stjórn telur þess þörf.1)

5. gr.

Tekjur félagsins eru:

  1. Árgjöld sem ákveðin eru á aðalfundi.
  2. Tekjur annarstaðar frá.

6. gr.

Aðalfundur getur breytt lögum þessum, enda séu tillögur um lagabreytingar kynntar í fundarboði og 2/3 fundarmanna samþykkja þær.