Flokkaskipt greinasafn: FRÉTTIR

Færslur settar í þennan flokk birtast undir liðnum fréttir.

Untitled-1

Þorrinn

Nú  fer að styttast í Bóndadaginn en hann er   föstudaginn 24. janúar næstkomandi.  Þá fara af stað hin sívinsælu þorrablót um allt land sem njóta alltaf meiri og meiri vinsælda með þjóðlegum mat og skemmtilegheitum.  Eitt eru allir sammála um en það er að rófustappan er ómissandi á borðum með súrmatnum, svo sem eins og með öðru.

Nú eru rófubændur að undirbúa sig undir afhendingu á rófum á markað enda fer í hönd eitt mesta rófusölutímabil ársins.   Myndina sem hér fylgir tók Birna Viðarsdóttir rófubóndi á Norður Hvoli í Mýrdal en þau hjón, hún og Einar Magnússon eru öflugir rófubændur sem nú flokka og pakka af kappi.

Uppskera ársins var æði misjöfn milli héraða eins og komið hefur fyrir áður,  einkum vegna veðurfars en  birgðir ættu að endast lengi vetrar.   Vinsældir rófunnar eru ávalt miklar og eru heldur að aukast ef eitthvað er.

Hér á síðunni er mikið magn af uppskriftum sem við hvetjum alla til að skoða.  Hægt er að sjóða, steikja og pressa rófuna og gera ótrúlegustu hluti með þessa vítamínríku afurð sem stundum er kölluð sítróna norðursins.


1021533

Rófustappa með hvítlauk og rjóma

Mat­reiðslu­bóka­höf­und­ur­inn Nanna Rögn­vald­ar tek­ur hér róf­u­stöpp­una upp á næsta stig. Texti tekinn af mbl.is 21 febrúar 2023.

Upp­skrift­in er feng­in frá ís­lenskt.is.

Mat­reiðslu­bóka­höf­und­ur­inn Nanna Rögn­vald­ar tek­ur hér róf­u­stöpp­una upp á næsta stig. Róf­ustappa pass­ar nefni­lega svo und­ur­vel með ýmsu öðru en þorramat. Má þá nefna salt­kjöt, þorsk­hnakka og svína­kjöt. Upp­skrift­in er feng­in frá ís­lenskt.is.

Róf­ustappa með hvít­lauk og rjóma

800 g róf­ur
lófa­fylli af söxuðu laufsell­e­ríi eða stein­selju
1 hvít­lauks­geiri, saxaður smátt
1 tsk. græn­met­is- eða kjúk­lingakraft­ur
½ tsk. kumm­in (cum­in; má sleppa)
pip­ar
salt
vatn
50 g smjör

Flysjaðu róf­urn­ar og skerðu þær í frem­ur litla bita. Settu þær í pott með sell­e­ríi, hvít­lauk, græn­met­is- eða kjúk­lingakrafti, kumm­ini (ef það er notað), pip­ar, salti og svo miklu vatni að rétt fljóti yfir. Hitaðu að suðu og láttu malla í um 20 mín­út­ur, eða þar til róf­urn­ar eru vel meyr­ar.

Helltu þá vatn­inu af þeim í ann­an pott. Stappaðu róf­urn­ar og stappaðu smjörið sam­an við. Smakkaðu róf­u­stöpp­una og bragðbættu hana með pip­ar, salti og e.t.v. kumm­ini eft­ir smekk.

soðið af róf­un­um
100 ml rjómi
sósu­jafn­ari

Höf­und­ur upp­skrift­ar:
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir

 


Rófur til alls.

Í Mogga sunnudagsins birtist  frábær auglýsing frá Sölufélagi garðyrkjumanna.   Þar segir að borða meigi rófurnar ferskar, skornar þversum eða langsum, rifnar í salat eða soðnar og stappaðar í smjöri, grillaðar í sneiðum eða skornar í kolvetnaskertar franskar með borgaranum.  Það er svo létt að breyta íslenskri rófu í eitthvað alveg nýtt og ferskt.

Verði ykkur að góðu.


270795755_297117562382036_424302355622808824_n

Rófur á þorra

Nú líður að þorra. Þá eru rófur í aðalhlutverki með hinum góða þorramat.  Stöðug þróun er í framsetningu á rófum í búðum. Nú er hægt að fá þær hráar vakúmpakkaðar, forsoðnar vakúmpakkaðar og svo tilbúna rófustöppu.   Rófur eru ómissandi á matarborðið  nú sem endranær, fullar af vítamínum  enda oft kallaðar sítrónur norðursins.


271050677_2712816742357933_5999620019799664085_n

Upprunamerkingar

Open photo

Nú eru allmargir rófubændur byrjaðir að plasta og upprunamerkja rófur sínar.  Þetta er gert til að neytendur geti betur áttað sig á hvaðan rófurnar eru,  einnig til að auka geymsluþol þeirra í verslunum.   Það er von bænda að þetta falli neytendum vel í geð og auki sölu, en nú fer í hönd mikil rófuneysla , bæði á Þorláksmessu með skötunni og svo á þorranum en á þessum tíma eru rófur ómissandi.

 

 

 


139634775_762793824349423_8994138288218111731_o

Þorri er genginn í garð.

Sæll og glaður núna kýli kvið
með kofareyktum sauð og pungum
hákarl góður harðfiskur og svið
halda mér svo gasalega ungum.

Nú er þorrinn genginn í garð og þá fá allir sér þorramat að gömlum og góðum sið eins og segir hér í vísunni að ofan. Að sjálfsöðu er rófustappa ómissandi á þennan disk. Íslenskar rófur eru nú í öllum búðum og nóg til af þeim. Verði ykkur að góðu.


Fjóla 2020

Sandvíkurrófur

Í síðasta Bændablaði var ljómandi forsíðugrein eftir Magnús Hlyn um hana Fjólu Signý Hannesdóttur í Stóru Sandvík sem hefur nú tekið við búskap af föður sínum Hannesi Jóhannssyni. Þar hafa verið ræktaðar rófur og framleitt gulrófnafræ í 40 ár. Ársframleiðslan er um 18 kg og það eru flestir íslenskir rófubændur sem nota fræ frá þeim. Sandvíkurrófan er afsprengi út frá gömlu Kálfafellsrófunni og hefur reynst ljómandi vel. Ársneyslan af rófum er á bilinu 800 – til 1000 tonn. Magnús Hlynur veitti mér leyfi til að nota myndina sína.


Dúkar 2020

Rófur 2020

Nú eru rófur farnar að spíra og komnar vel upp og taka við spennandi tímar.  Gulfrófnabændur breiða langflestir  káldúk eða netdúk yfir garða sína til að hefta  aðgang kálflugunnar.  Dúkurinn er þéttriðin nælon dúkur sem  dugar í nokkur ár sé farið vel með hann.  Hann er hafður yfir,  vel fram í ágúst eða þar til hættan er liðin hjá.  Nokkrir nýjir gulrófnabændur bættust í hópinn í vor um leið og aðrir hættu, eins og gengur.


Rófa IMG_1386

Rófur eru bestar

Nú eru allar rófur komnar í hús og sala í fullum gangi. Uppskeran var þokkaleg víðast hvar. Rófur eru eins og allir vita fullar af C vítamíni og eru notaðar bæði soðnar, steiktar og hráar við öll tækifæri. Eins eru þær tilvalið snakk. Munið að á síðunni eru uppskriftir sem hægt er að nota að vild.


Rófur á þorra.

RófuhesturÍ dag er bóndadagur og er skilgreindur hér að neðan. Félag gulrófnabænda vill vekja athygli á að rófan er ómissandi með þorramatnum sem og öðrum mat og er rófustappan sérlega vinsæl, Hér að neðan er einföld uppskrift að henni.
Það eru fleiri enn mannfólkið sem er hrifið af rófunni eins og þessi brúni hestur.

Fyrsti dagur Þorra er nefndur bóndadagur en sá síðasti þorraþræll. Um fyrsta dag Þorra segir í bréfi Jóns Halldórssonar í Hítardal (f. 1665) til Árna Magnússonar frá árinu 1728, að sú hefð sé meðal almennings að húsmóðirin færi út kvöldið áður og bjóði þorrann velkomin, og inn í bæ, eins og um tignann gest væri að ræða.

Eins segir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar að bóndi skyldi bjóða þorra velkomin með eftirfarandi hætti:

… með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir aða fara ofan og á skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra skálmina og láta hina lafa og draga hana á eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkomin í garð eða til húsa. Síðan áttu þeir að halda öðrum bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag; þetta er „að fagna þorra“.

Rófustappa

600 gr gulrófur
2 msk smjör
smávegis mjólk eða rjómi
1 tsk sykur
1 tsk salt
pipar, ef vill.
Gulrófurnar soðnar í léttsöltuðu vatni þar til þær eru meyrar. Þá er vatninu hellt af og þær látnar bíða í 1-2 mínútur í pottinum þar mest af vökvanum gufi upp.
Smjörinu bætt í pottinn og rófurnar stappað vel með kartöflustappara.
Þynnt með smávegis af mjólk eða rjóma ef vill.
Kryddað að lokum með sykri og salti (pipar