Greinasöfn

RÓFUR með chili-pipar og engiferi

Yesmine Olsson
RÓFUR með chili-pipar og engiferi

Yesmine býður upp á námskeið í indverskri matargerðarlist – auk þess sem hún býður upp á viðburði þar sem bæði indverskur matur og dans eru á boðstólum.

Meðlæti fyrir 4-5

Réttinn er bæði hægt að nota sem aðalrétt og meðlæti.

  • 600 g rófur, skornar í 3 cm stóra bita
  • 1½ stór laukur, skorinn í fjórðunga
  • 5 hvítlauksrif
  • 4 cm ferskt engifer, saxað
  • 1½ dl jógúrt eða kókosmjólk
  • 2 grænir chili-piparbelgir, með eða án fræja, í sneiðum
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 4 stk. negull
  • 3 kardimommur
  • 1½ tsk. túrmerik
  • 1 kanilstöng
  • 1½ dl rúsínur
  • 1 lárviðarlauf
  • 3 msk. hunang
  • 1½ msk. repjuolía
  • 1-2 dl vatn
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • 1 tsk. garam masala
  • ferskur kóríander til skrauts
  1. Rófurnar eldaðar í blástursofni við 200°C í 15-20 mínútur eða þangað til þær eru nærri því fulleldaðar.
  2. Á meðan er engiferi, lauk, hvítlauk, chili, jógúrt, sítrónusafa, hunangi og rúsínum blandað saman í matvinnsluvél.
  3. Olía hituð á teflonpönnu, negull, lárviðarlauf og kardimommur snöggsteikt í u.þ.b. 10 sekúndur.
  4. Túrmeriki bætt út í, hrært og látið krauma í 5-10 sekúndur.
  5. Vatni, rófunum úr ofninum, kanilstöng og 1 tsk. af salti bætt út í og látið krauma í 10 mínútur til viðbótar á lágum hita.
  6. Garam masala og söxuðum ferskum kóríander stráð yfir í lokin.

RÓFUSALAT KRÚSKU

Valentína Björnsdóttir
RÓFUSALAT KRÚSKU

Valentína rekur veitingastaðinn KRÚSKU við Suðurlandsbraut og einnig fyrirtækið Móðir náttúra.

  • 2 meðalstórar rófur
  • 3 appelsínur
  • ¼ rauður chili-pipar
  • 2 lífrænar límónur
  • 1 pakki ferskt dill
  1. Rófurnar rifnar niður í fína strimla og chili-piparinn saxaður mjög smátt.
  2. Börkurinn skorinn af appelsínunum og þær skornar niður í lauf.
  3. Ysta lagið af límónuberkinum rifið mjög fínt og safinn kreistur úr.
  4. Dillið saxað af grófustu stönglunum. Að lokum er öllu blandað saman.

RÓFUBORGARI með paprikusalsa og kryddjurtakotasælu

Sveinn Kjartansson
RÓFUBORGARI

Sveinn rekur AALTO bistro veitinga- og kaffihús í Norræna húsinu.

  • 1 stór rófa
  • 1 hvítlauksrif
  • 8 basilíkublöð
  • 4 stönglar steinselja
  • 4 msk. heslihnetuolía
  • salt og nýmulinn pipar
  • 4 þroskaðir tómatar
  • 200 g niðurlögð rauð paprika
  • ½ rauður chili-pipar
  • fræ úr ¼ af granatepli
  • 10 pistasíuhnetur
  • 8 msk. kotasæla
  • hrökkbrauð
  • grænkálsblöð
  1. Rófan skræld og skorin í fjórar álíka þykkar sneiðar.
  2. Hvítlaukur og kryddjurtir maukað vel saman og heslihnetuolíunni bætt við.
  3. Helmingnum af maukinu smurt á rófurnar, saltað og piprað.
  4. Rófusneiðar og tómatar bakað í u.þ.b. 15 mínútur í 200°C heitum ofni.
  5. Paprika og chili-pipar saxað niður og granateplafræjum blandað saman við. Hinum helmingnum af kryddjurtamaukinu hrært saman við kotasælu.
  6. Pistasíuhnetur ristaðar og muldar gróft.
  7. Grænkál bakað við 130°C í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til það er orðið stökkt.
  8. Setjið hrökkbrauð á disk og helminginn af paprikusalsanu á kexið, síðan rófuna, þá bakaða tómatinn og kotasæluna.
  9. Setjið restina af paprikusalsanu til hliðar, dreifið pistasíuhnetunum yfir og að lokum stökku grænkálinu.

RÓFUTACO með avókadóyndi og sýrðum kasjúrjóma

Solla
RÓFUTACO

Solla rekur veitingastaðinn GLÓ – samtals fimm staði í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.

  • Taco skeljar:
  • 2 rófur, best að hafa þær frekar stórar
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 1 msk. ólífuolía
  • Avókadóyndi:
  • 2 avókadó, afhýdd og skorin í bita
  • 2 msk. rauðlaukur, smátt saxaður – má nota vorlauk
  • 2 msk. ferskur kóríander, saxaður
  • 2 msk. límónusafi
  • 1 stórt hvítlauksrif, pressað
  • ½ tsk. salt
  • smá nýmalaður svartur pipar
  • Sýrður kasjúrjómi:
  • 2 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst.
  • ½ dl vatn
  • ¼ dl límónusafi
  • 1 msk. næringarger
  • 1⁄8 tsk. hvítur pipar
  • ¼ tsk. sjávarsalt
  1. Taco skeljar: Afhýða rófurnar og skera í þunnar sneiðar, best að nota mandólín.
  2. Hræra saman sítrónusafa og ólífuolíu og marínera rófurnar upp úr því í u.þ.b. 10 mínútur.
  3. Avókadóyndi: Stappa avókadóið og hræra útí það rauðlauk, límónusafa og hvítlauk.
  4. Krydda með smá salti og nýmöluðum, svörtum pipar.
  5. Sýrður kasjúrjómi: Allt sett í blandara þar til blandan er orðin silkimjúk. Ef þetta er of þykkt má þynna með smá vatni. Passið samt að setja ekki of mikið vatn því þá verður blandan of þunn.
  6. Beygja rófusneiðina svo hún myndi U. Setja eitt salatblað í botninn, síðan 2-3 msk. af avókadóyndi og kasjúrjóma yfir.
  7. Gott er að strá smátt söxuðum kirsuberjatómötum yfir ásamt fínt skornum pekanhnetum.

GULRÓFUTARTAR

Sigurlaug Margét Jónasdóttir
GULRÓFUTARTAR

Sigurlaug Margét hefur í gegnum árin leitað að hinu ómótstæðilega bragði og unnið matarþætti bæði fyrir Sjónvarpið og Rás eitt.

  • 4 harðsoðin egg
  • 2 myndarlegar rófur
  • 2 rauðlaukar
  • 100 g grænt salat
  • estragon, ferskt eða þurrt
  • safi úr ½ sítrónu
  • 1 msk. gott hvítvínsedik
  • 2 tsk. sterkt sinnep
  • 5 msk. repjuolía
  • salt og nýmalaður pipar
  1. Sjóða skal eggin og skera í tvennt.
  2. Rífa gulrófurnar niður og saxa laukinn smátt.
  3. Blanda í skál sítrónusafa, sinnepi og vínediki.
  4. Hella olíu rólega út í blönduna og hræra vel saman.
  5. Salta og pipra eftir smekk.
  6. Hella sósunni yfir gulrófurnar og blanda saman.
  7. Svo er bara að raða herlegheitunum upp eftir kúnstarinnar reglum; salat á diskinn, rófurnar þar ofan á og næst laukinn, eggin og kryddið.
  8. Það er skemmtilegt að bera þetta fram eins og hið víðfræga bufftartar og krydda að lokum með estragoni og góðum pipar.

HRESSANDI RÓFUSÚPA

Rúnar Marvinsson
Hressandi rófusúpa

Rúnar er talsmaður íslenskrar matargerðarlistar og þess að nota í hana íslenskt hráefni.

  • 3 rófur
  • 2 gulrætur
  • 2 laukar
  • 3 væn hvítlauksrif
  • ögn af paprikudufti, karríi og broddkúmeni
  • 1 tsk. tómatkraftur
  • 1 msk. smjör
  • skvetta Worcestershire-sósa
  • sjávarsalt frá Norður salti
  • engiferrót
  • 2 tsk. grænmetiskraftur
  1. Rófurnar eru skrúbbaðar með góðum bursta í köldu vatni og þerraðar vel, nuddaðar upp úr kaldpressaðri góðri olíu og salti og bakaðar með hýðinu ásamt gulrótunum.
  2. Smjörið brúnað, lauk, hvítlauk, engiferi, kryddi og tómatkrafti bætt út í og hrært hraustlega í pottinum svo að ekki brenni við.
  3. Þegar þetta ilmar mátulega er vatni bætt við svo að yfir fljóti og látið malla.
  4. Þegar rófurnar eru tilbúnar eru þær fláðar og hýðið lagt í ofnskúffu með sárið upp, olíu og salti dreift lauslega yfir og bakað áfram uns hýðið er stökkt.
  5. Rófur og gulrætur settar í pottinn með lauknum og kryddinu og allt maukað saman og smakkað til með Worcestershire-sósu.
  6. Ef til vill þarf að þynna súpuna með grænmetissoði en hún á þó að vera allþykk.
  7. Súpan er svo borin fram með þeyttum sýrðum rjóma, saxaðri steinselju, chili-pipar, hvannarfræjum og stökku rófuhýði.

RÓFUR OG ANANAS

Helga Mogensen
Rófumeðlæti

Rófur eru hreint frábærar í matargerð, bakaðar, soðnar, hráar og svona mætti lengi telja.

Upphefjum rófurnar! Hér kemur ein uppskrift sem er sívinsæl og er meðlæti fyrir sex.

  • 50 ml olía
  • 1-2 laukar, smátt saxaðir
  • 2 rófur, u.þ.b. 500 g, skrældar og skornar í fingurbreiða bita
  • 150 g ananas, kaupi niðurskorinn
  • 1 msk. hunang, agave eða það sætuefni sem passar þér og til er í skápnum
  • 4 msk. tómatsósa, íslenska sósan
  • 200 ml pastasósa, íslenska sósan
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 200 ml appelsínusafi
  • 2 tsk. gróft salt
  • 1 tsk. svartur pipar
  • 1 msk. lífræn sojasósa
  • 1 smátt saxaður hvítlauksgeiri
  • 2 msk. engifersafi
  • 1 pakki basilíka
  1. Hita skal olíuna, steikja lauk og hvítlauk létt, bæta rófum saman við og halda áfram að steikja.
  2. Setja krydd, sósur og safa út í, lækka undir og láta malla í 30 mín.
  3. Að lokum er ananasnum bætt við og skreytt með basilíkulaufum.

GULRÓFUSTAPPA

Magnús Jóhannsson

Heimild: Magnús Jóhannsson (1985): Gulrófur með öllum mat. Útgefið af Félagi gulrófnabænda.

  • 1 kg gulrófur
  • Salt
  • Sykur
  • Pipar
  1. Gulrófurnar eru þvegnar, flysjaðar og þvegnar aftur.
  2. Sjóðið þær í saltvatni þar til þær eru meyrar.
  3. Hellið vatninu af og stappið þær í potti við lágan hita.
  4. Saltið og sykrið eftir smekk, einnig er gott að pipra örlítið..
  5. Borin fram heit með sviðum, slátri ofl.

GULRÓFNAJAFNINGUR

Magnús Jóhannsson

Heimild: Magnús Jóhannsson (1985): Gulrófur með öllum mat. Útgefið af Félagi gulrófnabænda.

  • 1 kg gulrófur
  • 6 dl vatn
  • Salt
  • 30 gr smjörlíki
  • 2 msk hveiti
  • Sykur
  • Söxuð steinselja
  1. Gulrófurnar eru flysjaðar og skornar í bita, og soðnar í saltvatni, þar til þær eru meyrar.
  2. Smjörlíkið er hrært lint í skál og hveitinu hrært þar saman við (útbúin smjörbolla).
  3. Þegar gulrófurnar eru soðnar, er smjörbollan sett út í og hrært saman þar til þetta er orðið jafnt.
  4. Gætið þess að bitarnir fari ekki í sundur.
  5. Þá er sykur sett í eftir smekk og söxuð steinselja.
  6. Berið fram með kjöthring og kjöti eða með steiktum blóðmör.

GULRÓFURÉTTUR

Magnús Jóhannsson

Heimild: Magnús Jóhannsson (1985): Gulrófur með öllum mat. Útgefið af Félagi gulrófnabænda.

  • 1 niðursneiddur laukur
  • 1 niðursneidd græn paprika
  • 1 lítið eggaldin, skorið í litla teninga
  • 2 bollar niðursneiddar hráar gulrófur
  • 1 dós eða 2 bollar niðursneiddir tómatar
  • ¼ tsk basil (eða rósmarin)
  • ½ tsk oregano
  • 1 tsk salt
  1. Laukur, paprika og eggaldin eru mýkt í potti í 3 msk. af olíu.
  2. Blandað er út í gulrófum og tómötum.
  3. Bragðbætt með kryddjurtum og salti.
  4. Hitið við vægan hita þar til rófurnar eru orðnar meyrar og bragðefnin hafa blandast vel.
  5. Kannski þarf að blanda svolitilu af vatni út í.