rofufranskar

Rófur sem franskar

Eftirfarandi uppskrift var tekin af Heilshugar.com

Kjúklingur og franskar
Kvöldmaturinn hjá mér og stelpunum, ljúffengur grillaður kjúklingur og rófufranskar, rófa skorin í strimla og settar í poka með smá season all eða öðru kryddi og 1-2 msk olíu og blandað saman, það síðan sett á plötu með smjörpappír og bakað í ofni í ca 20 mín eða þar til aðeins farnar að sýna lit…
Sósan er gerð úr slatta af sýrðum rjóma og slettu af tómatsósu…

Einnig er hægt að gera franskarnar úr t.d. sætri kartöflu, en það er svo frábært með rófurnar að þær eru bæði ódýrar og hægt að borða mikið magn af þeim án þess að fá nokkuð samviskubit, enda mjög hitaeiningasnauðar..