Hjónin á Norður Hvoli í Mýrdal undirbúa sprengidag

Sprengidagur 17. febrúar

Nú fer að styttast í sprengidaginn sem er þriðjudaginn 17. febrúar. Löng hefð er fyrir því á Íslandi að borða saltkjöt með öllu tilheyrandi. Þar er íslenska gulrófan í stóru hlutverki.

Dagarnir fyrir sprengidag eru lang söluhæstu dagar hjá okkur rófubændum og allir keppast við að þvo og pakka. Þar á meðal eru hjónin á Norður Hvoli í Mýrdal, þau Einar Magnússon og Birna Viðarsdóttir sem er hér á myndinni að fara í gegnum heilt fjall af fallegum rófum.