Leikskólamynd minni

Gjafir til leikskólanna

Á dögunum afhenti Félag gulrófnabænda leikskólum Reykjavíkurborgar að gjöf 10 kg af gulrófum á hvern skóla.  Markmiðið með þessu átaki var að kynna neytendum framtíðarinnar hollustu rófunnar.

Rófurnar eru grennandi góðmeti sem má nota á margvíslegan hátt og eru góðar, stappaðar, steiktar, hráar og soðnar. Síðast enn ekki síst eru þær frábært snakk sem er bæði fitusnautt, sykursnautt og fullt af vítamínum.

Á meðfylgjandi mynd er ungur drengur úr Leikskólanum Ösp að ná í sinn poka hjá fulltrúa Félags gulrófnabænda. Myndina tók Nichole Leigh Mosty leikskólastjóri.