GULRÓFUR Í FORMI

Magnús Jóhannsson

Heimild: Magnús Jóhannsson (1985): Gulrófur með öllum mat. Útgefið af Félagi gulrófnabænda.

 • 250 gr hveiti
 • 1 ½ dl vatn
 • 1 tsk þurrger eða um 25 gr pressuger
 • ½ tesk salt
 • Fylling:
 • 1 msk smjör
 • 150 gr saltað flesk
 • 250 gr nýjir eða niðursoðnir sveppir
 • 350 gr gulrófur
 • ½ blaðlaukur (púrra)
 • 1 msk hveiti
 • ½ teningur af kjötkrafti
 • 1 tsk mexikönsk kryddblanda
 • 10 gr rifinn ostur
 1. Útbúið venjulegt gerdeig og látið það lyfta sér.
 2. Skerið fleskið í strimla og steikið á pönnu.
 3. Sveppirnir eru skornir í 2-3 bita, settir á pönnuna og látnir linast.
 4. Ef niðursoðnir sveppir eru notaðir setjið þá ½ dl af kraftinum með á pönnuna.
 5. Skerið gulrófurnar í teninga og blaðlaukinn í sneiðar.
 6. Látið steikjast á pönnu í um 15 mín.
 7. Setjið þá kjötkraftsteninginn saman við og kryddið.
 8. Kælið lítillega, setjið ostinn í og látið hann bráðna.
 9. Fletjið út deigið og klæðið form með því.
 10. Leggið fyllinguna á deigið og setjið í ofn.
 11. Bakist á rist neðst í ofni við 250°C í um 25 mín.