GULRÓFURÉTTUR

Magnús Jóhannsson

Heimild: Magnús Jóhannsson (1985): Gulrófur með öllum mat. Útgefið af Félagi gulrófnabænda.

 • 1 niðursneiddur laukur
 • 1 niðursneidd græn paprika
 • 1 lítið eggaldin, skorið í litla teninga
 • 2 bollar niðursneiddar hráar gulrófur
 • 1 dós eða 2 bollar niðursneiddir tómatar
 • ¼ tsk basil (eða rósmarin)
 • ½ tsk oregano
 • 1 tsk salt
 1. Laukur, paprika og eggaldin eru mýkt í potti í 3 msk. af olíu.
 2. Blandað er út í gulrófum og tómötum.
 3. Bragðbætt með kryddjurtum og salti.
 4. Hitið við vægan hita þar til rófurnar eru orðnar meyrar og bragðefnin hafa blandast vel.
 5. Kannski þarf að blanda svolitilu af vatni út í.