GULRÓFUSTAPPA

Magnús Jóhannsson

Heimild: Magnús Jóhannsson (1985): Gulrófur með öllum mat. Útgefið af Félagi gulrófnabænda.

  • 1 kg gulrófur
  • Salt
  • Sykur
  • Pipar
  1. Gulrófurnar eru þvegnar, flysjaðar og þvegnar aftur.
  2. Sjóðið þær í saltvatni þar til þær eru meyrar.
  3. Hellið vatninu af og stappið þær í potti við lágan hita.
  4. Saltið og sykrið eftir smekk, einnig er gott að pipra örlítið..
  5. Borin fram heit með sviðum, slátri ofl.