GULRÓFNAJAFNINGUR

Magnús Jóhannsson

Heimild: Magnús Jóhannsson (1985): Gulrófur með öllum mat. Útgefið af Félagi gulrófnabænda.

  • 1 kg gulrófur
  • 6 dl vatn
  • Salt
  • 30 gr smjörlíki
  • 2 msk hveiti
  • Sykur
  • Söxuð steinselja
  1. Gulrófurnar eru flysjaðar og skornar í bita, og soðnar í saltvatni, þar til þær eru meyrar.
  2. Smjörlíkið er hrært lint í skál og hveitinu hrært þar saman við (útbúin smjörbolla).
  3. Þegar gulrófurnar eru soðnar, er smjörbollan sett út í og hrært saman þar til þetta er orðið jafnt.
  4. Gætið þess að bitarnir fari ekki í sundur.
  5. Þá er sykur sett í eftir smekk og söxuð steinselja.
  6. Berið fram með kjöthring og kjöti eða með steiktum blóðmör.