GULRÓFUTARTAR

Sigurlaug Margét Jónasdóttir
GULRÓFUTARTAR

Sigurlaug Margét hefur í gegnum árin leitað að hinu ómótstæðilega bragði og unnið matarþætti bæði fyrir Sjónvarpið og Rás eitt.

 • 4 harðsoðin egg
 • 2 myndarlegar rófur
 • 2 rauðlaukar
 • 100 g grænt salat
 • estragon, ferskt eða þurrt
 • safi úr ½ sítrónu
 • 1 msk. gott hvítvínsedik
 • 2 tsk. sterkt sinnep
 • 5 msk. repjuolía
 • salt og nýmalaður pipar
 1. Sjóða skal eggin og skera í tvennt.
 2. Rífa gulrófurnar niður og saxa laukinn smátt.
 3. Blanda í skál sítrónusafa, sinnepi og vínediki.
 4. Hella olíu rólega út í blönduna og hræra vel saman.
 5. Salta og pipra eftir smekk.
 6. Hella sósunni yfir gulrófurnar og blanda saman.
 7. Svo er bara að raða herlegheitunum upp eftir kúnstarinnar reglum; salat á diskinn, rófurnar þar ofan á og næst laukinn, eggin og kryddið.
 8. Það er skemmtilegt að bera þetta fram eins og hið víðfræga bufftartar og krydda að lokum með estragoni og góðum pipar.