RÓFUTACO með avókadóyndi og sýrðum kasjúrjóma

Solla
RÓFUTACO

Solla rekur veitingastaðinn GLÓ – samtals fimm staði í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.

  • Taco skeljar:
  • 2 rófur, best að hafa þær frekar stórar
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 1 msk. ólífuolía
  • Avókadóyndi:
  • 2 avókadó, afhýdd og skorin í bita
  • 2 msk. rauðlaukur, smátt saxaður – má nota vorlauk
  • 2 msk. ferskur kóríander, saxaður
  • 2 msk. límónusafi
  • 1 stórt hvítlauksrif, pressað
  • ½ tsk. salt
  • smá nýmalaður svartur pipar
  • Sýrður kasjúrjómi:
  • 2 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst.
  • ½ dl vatn
  • ¼ dl límónusafi
  • 1 msk. næringarger
  • 1⁄8 tsk. hvítur pipar
  • ¼ tsk. sjávarsalt
  1. Taco skeljar: Afhýða rófurnar og skera í þunnar sneiðar, best að nota mandólín.
  2. Hræra saman sítrónusafa og ólífuolíu og marínera rófurnar upp úr því í u.þ.b. 10 mínútur.
  3. Avókadóyndi: Stappa avókadóið og hræra útí það rauðlauk, límónusafa og hvítlauk.
  4. Krydda með smá salti og nýmöluðum, svörtum pipar.
  5. Sýrður kasjúrjómi: Allt sett í blandara þar til blandan er orðin silkimjúk. Ef þetta er of þykkt má þynna með smá vatni. Passið samt að setja ekki of mikið vatn því þá verður blandan of þunn.
  6. Beygja rófusneiðina svo hún myndi U. Setja eitt salatblað í botninn, síðan 2-3 msk. af avókadóyndi og kasjúrjóma yfir.
  7. Gott er að strá smátt söxuðum kirsuberjatómötum yfir ásamt fínt skornum pekanhnetum.