Sauður og hundur

Rófur á Þorláksmessu

Nú fer að styttast í Þorláksmessu en þá hefur skapast sú hefð að borða skötu og þá að sjálfsögðu með rófum og kartöflum. Á sölutölum má sjá að nokkur söluaukning er á þessum tíma og eru bændur nú í óða önn að þvo og pakka og senda í búðir. Það eru fleiri en mannskepnan sem eru hrifnir af rófunni. Þessi kind sem er á bænum Norður- Hvoli í Mýrdal lætur ekki varðhundinn stoppa sig. Það var annar bóndinn á bænum, Birna Viðarsdóttir sem tók þessa frábæru mynd, en þar býr hún ásamt manni sínum Einari Magnússyni.