Rófur-grennandi góðmeti

Rófurnar

Aðalfundur Félags gulrófnabænda var haldinn 29. nóvember síðastliðinn.  Stjórnin var endurkjörin.  Fram kom í skýrslu formanns að blautur og sólarlaus júlí sunnanlands setti strik í reikninginn, þannig að uppskera var ekki eins og útlit var fyrir í vor.  Nokkur órói hefur fylgt nýjum  aðilum sem komið hafa inn á markaðinn í haust og hefur verðið verið af þeim sökum í lægri kantinum.  Hrafnkell Karlsson var kosinn formaður Hollvinafélags Íslensku gulrófunnar, sem hefur það að markmiði að efla og kynbæta gömlu íslensku gulrófustofnana. Farið verður í auglýsingaátak eftir áramótin og verður það kynnt þegar að því kemur.