1021533

Rófustappa með hvítlauk og rjóma

Mat­reiðslu­bóka­höf­und­ur­inn Nanna Rögn­vald­ar tek­ur hér róf­u­stöpp­una upp á næsta stig. Texti tekinn af mbl.is 21 febrúar 2023.

Upp­skrift­in er feng­in frá ís­lenskt.is.

Mat­reiðslu­bóka­höf­und­ur­inn Nanna Rögn­vald­ar tek­ur hér róf­u­stöpp­una upp á næsta stig. Róf­ustappa pass­ar nefni­lega svo und­ur­vel með ýmsu öðru en þorramat. Má þá nefna salt­kjöt, þorsk­hnakka og svína­kjöt. Upp­skrift­in er feng­in frá ís­lenskt.is.

Róf­ustappa með hvít­lauk og rjóma

800 g róf­ur
lófa­fylli af söxuðu laufsell­e­ríi eða stein­selju
1 hvít­lauks­geiri, saxaður smátt
1 tsk. græn­met­is- eða kjúk­lingakraft­ur
½ tsk. kumm­in (cum­in; má sleppa)
pip­ar
salt
vatn
50 g smjör

Flysjaðu róf­urn­ar og skerðu þær í frem­ur litla bita. Settu þær í pott með sell­e­ríi, hvít­lauk, græn­met­is- eða kjúk­lingakrafti, kumm­ini (ef það er notað), pip­ar, salti og svo miklu vatni að rétt fljóti yfir. Hitaðu að suðu og láttu malla í um 20 mín­út­ur, eða þar til róf­urn­ar eru vel meyr­ar.

Helltu þá vatn­inu af þeim í ann­an pott. Stappaðu róf­urn­ar og stappaðu smjörið sam­an við. Smakkaðu róf­u­stöpp­una og bragðbættu hana með pip­ar, salti og e.t.v. kumm­ini eft­ir smekk.

soðið af róf­un­um
100 ml rjómi
sósu­jafn­ari

Höf­und­ur upp­skrift­ar:
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir