2016  5

Uppskera 2016

Nú eru gulrófnabændur farnir að senda nýjar rófur á markaðinn.  Tekið er upp með hönd fyrst um sinn og þær stærstu valdar innan úr beðunum.  Sprettan hefur verið góð og það má segja um allt illgresi líka, því nokkrir hafa lent illa í þeim leiðinlega gesti þetta sumarið.  Eins hefur kálmaðkur gert talsverðan usla í sumar.  Þrátt fyrir allt er búist við bærilegri uppskeru víðast hvar.  Alltaf er jafnmikill spenningur hjá okkur íslendingum að fá nýtt og ferskt grænmeti á diskana okkar þegar þessi tími er kominn.  Hér á síðunni má finna fjölda uppskrifta af skemmtilegum og góðum réttum þar sem gulrófan er í aðalhlutverki.