Greinasöfn

GULRÓFUR Í FORMI

Magnús Jóhannsson

Heimild: Magnús Jóhannsson (1985): Gulrófur með öllum mat. Útgefið af Félagi gulrófnabænda.

 • 250 gr hveiti
 • 1 ½ dl vatn
 • 1 tsk þurrger eða um 25 gr pressuger
 • ½ tesk salt
 • Fylling:
 • 1 msk smjör
 • 150 gr saltað flesk
 • 250 gr nýjir eða niðursoðnir sveppir
 • 350 gr gulrófur
 • ½ blaðlaukur (púrra)
 • 1 msk hveiti
 • ½ teningur af kjötkrafti
 • 1 tsk mexikönsk kryddblanda
 • 10 gr rifinn ostur
 1. Útbúið venjulegt gerdeig og látið það lyfta sér.
 2. Skerið fleskið í strimla og steikið á pönnu.
 3. Sveppirnir eru skornir í 2-3 bita, settir á pönnuna og látnir linast.
 4. Ef niðursoðnir sveppir eru notaðir setjið þá ½ dl af kraftinum með á pönnuna.
 5. Skerið gulrófurnar í teninga og blaðlaukinn í sneiðar.
 6. Látið steikjast á pönnu í um 15 mín.
 7. Setjið þá kjötkraftsteninginn saman við og kryddið.
 8. Kælið lítillega, setjið ostinn í og látið hann bráðna.
 9. Fletjið út deigið og klæðið form með því.
 10. Leggið fyllinguna á deigið og setjið í ofn.
 11. Bakist á rist neðst í ofni við 250°C í um 25 mín.

GULRÓFUR MEÐ EGGI

Magnús Jóhannsson

Heimild: Magnús Jóhannsson (1985): Gulrófur með öllum mat. Útgefið af Félagi gulrófnabænda.

 • 1 ½ harðsoðið egg
 • 2-3 stilka sellerí
 • ½ epli
 • 100 gr rifin gulrófa
 • Greipaldin
 1. Gott er að borða réttinn með grófu brauði eða kartöflum.

MINESTRONESÚPA

Magnús Jóhannsson

Heimild: Magnús Jóhannsson (1985): Gulrófur með öllum mat. Útgefið af Félagi gulrófnabænda.

 • 1 líter vatn
 • 1 teningur kjötkraftur
 • 400 gr gulrófa
 • 1 gulrót
 • 1 stór laukur
 • 2 kartöflur
 • 50 gr spaghetti
 • 150 gr reykt skinka
 • 100 gr rifinn ostur
 • 2 msk tómatkraftur
 • 1 hvítlaukslauf
 • Um ½ tesk basilikum
 • Steinselja
 1. Skerið gulrófu, gulrót og kartöflur í teninga.
 2. Skerið laukinn í bita og brjótið spaghettíið í bita á lengd við eldspýtur.
 3. Látið suðuna koma upp á vatninu og látið kjötkraftsteninginn leysast upp þar í.
 4. Setjið grænmetið og spaghettíið út í. Látið sjóða við vægan hita í um 5 mín.
 5. Skerið skinkuna í smá strimla og rífið ostinn. Setjið þetta út í súpuna.
 6. Kryddið eftir smekk.
 7. Látið sjóða upp þannig að osturinn bráðni.
 8. Stráið saxaðri steinselju yfir áður en súpan er borin fram.
 9. Súpuna má nota sem aðalrétt með brauði og smjöri.

GULRÓFNASALAT MEÐ EPLUM

Magnús Jóhannsson

Heimild: Magnús Jóhannsson (1985): Gulrófur með öllum mat. Útgefið af Félagi gulrófnabænda.

 • 200 gr gulrófa
 • 250 gr hvítkál
 • 1 meðalstórt grænt epli
 1. Rífið gulrófuna og eplið og skerið hvítkálið í þunnar ræmur.
 2. Blandið vel saman.
 3. Hentar vel með kjöti sem fiski.

OSTASALAT MEÐ RIFNUM GULROFUM

Magnús Jóhannsson

Heimild: Magnús Jóhannsson (1985): Gulrófur með öllum mat. Útgefið af Félagi gulrófnabænda.

 • ½ kg gulrófa
 • 1 knippi radísur
 • 1 knippi graslaukur
 • 150 gr ostur
 • Sósa:
 • 3 msk olía
 • 1 msk edik
 • Salt
 • Pipar
 • e.t.v. hvítlaukur
 1. Grófrífið gulrófurnar, skerið radísurnar í skífur, klippið graslaukinn smátt, og skerið ostinn í litla bita.
 2. Leggið allt í lögum í salatskál og hellið sósunni yfir, eftir að hafa blandað henni vel.
 3. Bragðast vel með steiktu kjöti og fiski.

GULRÓFNASALAT

Magnús Jóhannsson

Heimild: Magnús Jóhannsson (1985): Gulrófur með öllum mat. Útgefið af Félagi gulrófnabænda.

 • ¾ gulrófa
 • 2 dl vatn
 • 1 tsk salt
 • Sósa:
 • ½ dós sýrður rjómi
 • 4 msk olíusósa (majones)
 • 1 knippi klipptur graslaukur
 • 2 stk smátt brytjuð sýrð smágurka
 • Safi úr hálfri sítrónu
 1. Sjóðið gulrófusneiðarnar þangað til þær eru farnar að meyrna, skerið þær þá í teninga.
 2. Blandið saman sósu og gulrófunum.
 3. Klippið dálítið af graslauknum til skrauts.
 4. Gott að hafa með söltuðum og reyktum mat.

GULRÓFUR MEÐ KJÖTDEIGI

Magnús Jóhannsson

Heimild: Magnús Jóhannsson (1985): Gulrófur með öllum mat. Útgefið af Félagi gulrófnabænda.

 • 1 kg gulrófur
 • Kjötdeig úr ½ kg af kjöti
 1. Skerið lok af hverri rófu og holið þær að innan með teskeið.
 2. Fyllið holin með kjötdeigi og setjið lokin á.
 3. Bindið utan um.
 4. Sjóðið í saltvatni þar til rófur og kjötdeig er soðið.
 5. Berið fram með hvítri sósu eða bræddu smjöri.
 6. Gerið rófustöppu úr afganginum og berið með.