Rófa IMG_1386

Rófur eru bestar

Nú eru allar rófur komnar í hús og sala í fullum gangi. Uppskeran var þokkaleg víðast hvar. Rófur eru eins og allir vita fullar af C vítamíni og eru notaðar bæði soðnar, steiktar og hráar við öll tækifæri. Eins eru þær tilvalið snakk. Munið að á síðunni eru uppskriftir sem hægt er að nota að vild.