139634775_762793824349423_8994138288218111731_o

Þorri er genginn í garð.

Sæll og glaður núna kýli kvið
með kofareyktum sauð og pungum
hákarl góður harðfiskur og svið
halda mér svo gasalega ungum.

Nú er þorrinn genginn í garð og þá fá allir sér þorramat að gömlum og góðum sið eins og segir hér í vísunni að ofan. Að sjálfsöðu er rófustappa ómissandi á þennan disk. Íslenskar rófur eru nú í öllum búðum og nóg til af þeim. Verði ykkur að góðu.