Fjóla 2020

Sandvíkurrófur

Í síðasta Bændablaði var ljómandi forsíðugrein eftir Magnús Hlyn um hana Fjólu Signý Hannesdóttur í Stóru Sandvík sem hefur nú tekið við búskap af föður sínum Hannesi Jóhannssyni. Þar hafa verið ræktaðar rófur og framleitt gulrófnafræ í 40 ár. Ársframleiðslan er um 18 kg og það eru flestir íslenskir rófubændur sem nota fræ frá þeim. Sandvíkurrófan er afsprengi út frá gömlu Kálfafellsrófunni og hefur reynst ljómandi vel. Ársneyslan af rófum er á bilinu 800 – til 1000 tonn. Magnús Hlynur veitti mér leyfi til að nota myndina sína.