Norður Hvoll 2015

Uppskera 2015

Vegna smá tækniörðugleika hefur ekki verið sett inn frétt í nokkurn tíma.

Nú er að sjálfsögðu öll uppskera komin í hús. Vorið var kalt og rófurnar lengi af stað en það breyttist um leið og hlýnaði. Seinnipart sumars tóku við endalausar rigningar sem hömluðu upptöku en það var þó bót í máli að hlýindi héldust lengi, rófurnar voru að vaxa langt fram eftir og uppskeran bjargaðist eftir nokkurn barning. Þetta átti sérstaklega við á Suðurlandi, en í Árnessýslu var uppskera góð en lakari í Skaftafellssýslu. Ef geymsla heppnast vel í vetur má búast við að uppskera nái að anna innanlandsmarkaði.  Myndina hér að ofan tók Birna á Norður Hvoli af bónda sínum Einari, sem er þarna við uppskerustörf ásamt aðstoðarmönnum.