Vorverkin 2015

Nú eru rófubændur búnir að sá á þessu óvenjukalda vori.  Rófurnar eru byrjaðar að koma upp eins og sést á þessari mynd sem tekin var í síðustu viku.   Þetta er sérlega vel heppnuð sáning með hæfilegu millibili.  Undir akrýldúkum og netdúkum eru plönturnar orðnar heldur stærri og má búast við nýjum íslenskum rófum í lok júlí  eða byrjun ágúst.  Eftir svona kalt vor má búast við heldur lakari uppskeru en venjulega en þó getur sumarið ráðið úrslitum um það verði það heitt og gott. Haustið getur líka haft töluvert að segja.